Setja leiktæki fyrir börn á Austurvöll

Setja leiktæki fyrir börn á Austurvöll

Setja leiktæki fyrir börn á Austurvöll

Points

Austurvöllur er vinsæll staður til að flatmaga á í sólinni á sumrin. Veitingastaðir eru með borð úti fyrir gesti sína og aðrir setjast í grasið með eigið nesti. Það væri því gaman ef þar væru leiktæki þar sem börn gætu leikið sér meðan foreldrarnir njóta veðurblíðunnar.

"Listaverkið" sem er fyrir framan Alþingsishúsið mætti færa inn á miðjan blett og nota sem klifurgrind, jafnvel að setja aðra stóra steina á hina grasblettina - mismunandi stærðir fyrir misstór og misklifurgjörn börn.

Leiktæki eða ekki leiktæki. Það mætti alveg hugsa sér að þarna væri t.d. jafnvægisslá upp við trjálundina þar sem krakkar gætu æft að halda jafnvægi. Þannig að þetta yrði smá afþreying fyri börn og á sama tíma ekki fyrir neinum. Örugglega hægt að finna fleira sniðugt sem er ekki áberandi eða fyrir.

Jafnvægisslá er frábær hugmynd, 10-20 cm fyrir ofan jörð, þau meiða sig ekki ef þau detta af, og lögreglan gæti jafnvel líka notað þær, til að athuga hversu drukkið fólk er :)

Austurvöllur er ekki stór og á honum er nú þegar nokkuð kraðak stétta og trjáa. Á sólardögum er völlurinn þéttskipaður sólarunnendum og leiktæki tækju einungis frá þeim pláss. Auk þess þarf ekki leiktæki til þess að leika sér.

Austurvöllur er skrauttún fyrir framan þinghús landsins. Hann á að vera snyrtilegur og frambærilegur. Fyndist þér venjulegt ef bandaríkjamenn settu leiktæki fyrir framan Capitol húsið?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information