Auka flokkun sorps

Auka flokkun sorps

Auka flokkun sorps

Points

Það að flokka er framtíðin

Ef við viljum halda borginni hreinni þá þurfum við aðeins að hugsa um umhverfið í kringum okkur. Þetta á bæði við um að henda rusli í ruslatunnur en ekki á jörðina og flokkun sorps á hverju heimili og einnig í hverju húsi. Ef Reykjavíkurborg myndi aðeins reyna að taka virkari þátt í sjálfbærri þróun og gefa öllum Reykvíkingum bláu tunnuna frá sorpu þá hvetur það fólk til aukinnar flokkunar. Reykjavíkurborg gæti mögulega grætt á þessu vegna hún á Sorpu. Það er meðfylgjandi tengill fyrir neðan.

Bláu tunnurnar eru bara byrjunin - næst þarf að koma tví- eða fjórskiptar tunnur ( glerkrukkur - málmdósir - jógurtdollur - og bland (rafhlöður/kerti )) og grænar tunnur - fyrir lífrænt sem hægt er að nota í moltugerð.

Eða a.m.k. fleiri stöðvar til að auðvelda fólk við að skila og losa t.d. á verslunarmiðstöðum eða bílaplönum. Það var t.d. fínt frumtak að fá fleiri móttökuílát fyrir flöskur.

Ég kann ekki að setja inn myndir - en flokkunarstöðin á Tálknafirði ( held ég örugglega ) er flottasta stöð sem ég hef séð. Þannig hús gæti sómt sér vel við allar verzlunarmiðstöðvar. og nú er Sorpa er búin að loka fyrir flösku/dósamóttöku á Sævarhöfða, Ekki sniðugt :(

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information