Rafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut.
Staðsetning og stækkunaráform Landspítalans við Hringbraut eru valin vegna nálægðar við HÍ, það er ekki tekið tillit til þess að spítalar eru byggðir fyrir sjúklinga. Umferðin til og frá Hringbraut eykst mikið við stækkun og á eftir að valda enn meiri umferðartöfum á allt vegakerfið í Reykjavík, eina leiðin til að tryggja öryggi sjúklinga að er að fara í dýrar framkvæmdir á umferðarmannvirkjum - eða að fólk hjóli, gangi og noti strætó. Það þarf að velja spítalanum réttan stað í borginni.
Mér sýnist að rökin gegn þessari hugmynd eigi við núverandi fyrirhugaða staðsetningu en ekki hugmyndina um að kjósa um staðsetninguna.
Þessi tröllaukna framkvæmd mun auka stórlega á loft- og hljóðmengun í hverfum sem þegar búa við mengunarstig sem er yfir viðmiðunar- og hættumörkum. Í meira en 100 íbúðum sem þegar búa við hljóðvistarstig yfir viðmiðunarmörkum mun hljóðstigið hækka enn meira og margar nýjar íbúðir munu bætast í þennan flokk. Og þetta á við um göturnar næst spítalanum eingöngu. Það sama mun verða ofan á fjær honum svo sem við Miklubraut, Rauðarárstíg og Lönguhlíð. Þetta er staðfest í gögnum með skipulaginu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation