Á Kringlumýrarbraut er þung umferð stóra hluta dagsins. Allan daginn er stríður straumur gangandi fólks sem þarf að komast yfir þessa götu. Umferð þessi stafar að því að fólk er að sækja Menntaskólann við Hamrahlíð eða Hlíðaskóla og er m.a. að koma frá strætisvagnastöð sem er staðsett hinum megin við Kringlumýrarbraut. Verslunarmiðstöðin Kringlan er einnig rétt hjá og við það verður umferð fólks sem er á leið í eða úr Kringlunni.
Undirgöngum og brúm fylga tröppur, þær geta verið erfiðar á veturna og henta líka verr fyrir hjólandi vegfarendur. Er ekki skynsamlegra að stytta bara biðtímann á gönguljósunum (sem er allt of langur) þannig að fólk freistist ekki til þess að skjótast yfir á rauðu?
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7801
Mjög góð hugmynd líka þar sem gangandi vegfarendur stunda það að hlaupa yfir götuna, beint fyrir bíla, í stað þess að bíða eftir grænu ljósi. Stórhættulegt!!
Þarna eru að vísu gönguljós sem vissulega margir nýta sér. En því miður skjótast margir yfir götuna í tíma og ótíma og við það skapast mikil slysahætta í hinni hröðu umferð sem þarna er allan daginn. Það er eins og sumir eigi erfitt með að bíða eftir ljósinu. Ef sett yrði undirgöng þarna eða göngubrú gæti umferð gangandi fólks farið óhindrað yfir hvenær sem er og slysahætta yrði engin eða mjög takmörkuð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation