Settar verði upp skemmtilegar, litríkar og líflegar ruslatunnur við leiksvæði barna í hverfinu; við alla leikvelli, leikskólalóðir o.s.frv. Hægt er að kaupa þessar tunnur að utan en einnig er hægt að fá graffitilistamenn til að hanna þær og mála á hefðbundnar tunnur. Ruslatunnuskrímslin eru frábært verkfæri til að fá börn Breiðholtsins til að henda rusli í ruslatunnur frá unga aldri og læra þannig að hirða vel um nærumhverfi sitt.
Ruslatunnur er að finna víða í hverfinu en þó er jafnan mikið rusl að finna á víðavangi sem ekki hefur lent í þessum tunnum. Mikilvægt er að ala börn upp við það að eðlilegt sé að henda rusli og úrgangi í ruslatunnur utandyra og að það geti jafnvel verið gaman. Hverfið er eign íbúanna og það er mikilvægt að fólk gangi vel um eigur sínar og annarra.
Mikið held ég að þetta væri sniðugt, þó ekki væri nema til að fjölga ruslatunnum. Barnið mitt er mjög áhugasamt um að henda rusli en oft er svo langt í næstu tunnu að það þarf mikla hvatningu til að halda gönguna út.
Það væri klárlega skemmtilegra að henda rusli í svona fötur, snilld ef við getum náð til yngstu kynslóðarinnar þannig :)
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7068
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation