Ég legg til að fjarlægðir verði 10 ljósastaurar í kringum Sólfarið og fengnir í stað þeirra litlir ljósastaurar eins og í Borgartúni, bara grænir á litinn eins og bekkirnir og ruslatunnurnar og strætóskýlin. Síðan væri gaman að láta bekki uppá hljóðmönina, til þess að fólk geti horft á Esjuna, Skarðsheiðina og Akrafellið. Svo ég tali nú ekki um sólarlagið.
Svo að Esjan, Skarðsheiðin og Friðarsúlan sjáist, en hún hefur mikið aðdráttarafl á veturna. Svo ég tali nú ekki um sólsetrið og norðurljósin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation