Það mætti koma upp tækjum (geta verið úr við / járni) víða þar sem fólk stundar útivist svo sem í Hljómskálagarði / Klambratúni / Öskjuhlíð / Ægissíðu o.s.frv. Ég var nýlega í Stokkhólmi og þar eru slíkar stöðvar með nokkuð mörgum tækjum mjög víða. Ef 5-6 tæki eru fyrir hendi ætti að geta verið hægt að þjálfa allan líkamann um leið og fólk fær sér gönguferð / skokkar.
Líðheilsurök, það er engin líkamsrækt í miðbænum t.d. (nema Kramhúsið) og þetta ætti að gera fólki auðveldara fyrir að ná þeirri hreyfingu sem það þarf án þess að keyra e-a leið í líkamsræktarstöð. Auk þess fjölgar stöðugt þeim sem velja að vera ekki á bíl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation