Til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verði sett upp göngu- og hjólabrú yfir Skúlagötu og Sæbraut að Sólfarinu.
Vinsæll göngu- og hjólatúr meðal erlendra ferðamanna er frá Hallgrímskirkju niður Frakkastíg og yfir Skúlagötu og Sæbraut að Sólfarinu. Þaðan í átt að Hörpu, tónlistarhúsi, Austurvöll og Ráðhús Reykjavíkur. Mikill umferðarþungi er á Sæbraut og myndi göngu- og hjólabrú þar yfir auka mjög á umferðaröryggi vegfarenda.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9182
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation