Göngustíg og gangbraut yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv.
Með því að framlengja göngustíg, sem liggur frá Rimaskóla og út að Hallsvegi (ofan við iðnaðarhverfið í Gylfaflöt og fyrir neðan Flétturrima, Berjarima ofl. götur), og búa til gangbraut yfir Hallsveg og yfir í Vesturfold má ná ýmsu fram. Auka öryggi gangandi sem og hjólandi sem fara yfir Hallsveginn, sem og draga úr umferðarhraða á Hallsvegi. Sjálfur nota ég reiðhjól og fer þess leið líkt og fjölmargir aðrir. Þar sem göngustígur hættir er farið yfir "drullusvað" nema yfir þurrasta sumartíman
Ætti ekki að vera dýrt í framkvæmd (enda ekki langur spotti) en myndi bæta samgöngur milli hverfa verulega sem og auka öryggi þeirra sem fara þarna yfir götunna m.a. á hjóli.
Betri hjólasamgöngur og öryggi yfir Hallsveg
Einhvers staðar var teikningin misskilin. Byrjun á þessum stíg Foldamegin við Hallsveg er niður úr Fannafoldinni, en Rima megin er stubburinn vestan við hringtorgið við Langarima. Oft furðað mig á þessum stubbum, því enginn stígur er handan götunnar :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation