Fyndnir og skemmtilegir vatnsbrunnar

Fyndnir og skemmtilegir vatnsbrunnar

Stytta af mjólkandi konu sem situr á steini við göngustíginn vinsæla við Sæbrautina og kreistir brjóst sín svo ,,mjólkin" - vatnið sprautast út í bunu og brynnir þyrstum gestum og gangandi.

Points

Rennandi vatn er alltaf heillandi og öðruvísi styttur eru skemmtilegar og lífga uppá miðborgina. Vatnsdrykkja er okkur lífsnauðsyn og borgin ætti að veita greiðari aðgang að okkar hreina vatni. Íslenskar mæður eru langoftast með börn sín á brjósti, en þrátt fyrir það eru til fordómar gegn því að gefa brjóst í opnum rýmum. Ég tel að styttan myndi vekja mikla athygli og umræður um þennan stórkostlega hæfileika konunnar, að fæða eigin afkvæmi sjálf og jafnvel orðið jákvæð táknmynd borgarinnar.

skemmtileg hugmynd

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information