Íþróttavæði á Brennuhól
Yngstu iðkendur Fylkis í knattspyrnu hafa sl ár stundað sumaræfingar á grassvæðum við Hraunbæ þar sem umferð bifreiða er talsverð. Til að komast að svæðinu fyrir gangandi þarf að fara yfir umferðargötuna. Mörg börn eru keyrð á æfingar með tilheyrandi umferð. Með því að búa til afgirt grassvæði á Brennuhól ( þar sem Fylkisbrennan var áður ) verður hægt að skipuleggja æfingar barna á frá fjögurra ára aldri í öruggu umhverfi og við höfuðstöðvar Fylkis, ýmist á gervigrasvellinum eða Brennuhól.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation