Gangbraut ofarlega á Njarðargötu
Mikil umferð er um Njarðargötu, bæði gangandi, hjólandi og akandi, börn á leið í skóla og leikskóla og margir ferðamenn. Það mætti setja niður gangbraut nálægt gatnamótum Njarðargötu og Þórsgötu til þess að gangandi/hjólandi þurfi ekki að taka á sig krók og fara yfir fleiri götur en þörf er á.
Það má almennt skoða það að auka gangbrautum almennt í miðbænum. Umferð gangandi hefur stóraukist með öllum ferðamönnunum og erfitt bæði fyrir gangandi og keyrandi. Með þessari aukinni "umferð" þarf hreinlega meiri skipulagningu.
Mikil umferð um Njarðargötu og að sama skapi mikil umferð gangandi vegfarenda, íbúa og ferðamanna. Íbúar vestan við Njarðargötu neyðast einnig oft til að nota bílastæði við Hallgrímskirkju og þurfa því að fara yfir Njarðargötu til að komast til síns heima.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation