Að gera upp útiklefana

Að gera upp útiklefana

Þegar maður er einu sinni kominn uppá lag með að nota útiklefa fer maður ekki til baka. Það mætti vel skipta um sturtur gera þetta svæði svolítið meira kósí en það er núna.

Points

Styð þessa hugmynd. Nota alltaf útiklefa og þar er algjört lykilatriði að hægt sé að stilla hitann í sturtunum sjálf/ur/t , því vegna mismunandi hitastigs úti þarf man misheita sturtu. Og ekkert jafnast á við vel heita sturtu í ísköldum útiklefa. Mætti líka vera þaklaust fyrir ofan hluta af sturtunum til að fá frískara loft.

Tek heilshugar undir þetta. Það er svo frábært að útiklefinn sé að hluta yfirbyggður sem þarf bara örlitla ást. Sturturnar þurfa endurnýjun, þær rétta slefa yfir man núna, það má gjarnan setja læsingu á skápana í klefanum - kerfið eins og það er núna virkar bara endrum og sinnum, og það vær frábært ef það væri hitalampi á veturna, eins og er t.d. í sundlauginni á Seltjarnanesi.

Að hefja og ljúka sundferð í útiklefa eykur vellíðunartilfinningu, sérstaklega þegar maður hefur svitnað mikið í gufu eða pottum. Líka gott að enda sundferð á að anda að sér fersku súrefni, í stað þess að fara inn í heitan klefa.

Mér þykir útiklefin þurfa mikla ást. Eins mikið og ég fíla útiklefa þá vel ég heldur að vera í inniklefanum í laugardalslaug vegna ástandsins á honum. Góður útiklefar eru hannaðir svoleiðis að jafnvel þó að sé rok og rigning veit maður að fötin inni í klefa blotna ekki. eða það er amk mín skoðun

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information