Reykjarvíkurborg ætti að sýna það fordæmi að taka upp heimagreiðslur til foreldra sem kjósa að sinna börnum sínum heima upp að tveggja ára aldri. Heimagreiðslur kæmu þá í stað niðurgreiðslu v. daggæslu. Börn eiga rétt á því að geta notið samvista við foreldra sína, frekar en gæslufólk, fyrstu ár lífsins og foreldrar eiga rétt á því að geta hugsað lengur um börnin sín, ef þau kjósa það. Samfélagið græðir ekkert á því að setja kornung börn í pössun og senda stressaða foreldra út í lífið.
Þetta fyrirkomulag var afnumið fyrir ekki svo löngu síðan, en ég tel það vera stór mistök. Fæðingarorlofið er of stutt og möguleikar á dagvistun fyrir ung börn (6-18 mánaða) eru takmarkaðir og valda fjölskyldum oft miklum kvíða og vandkvæðum. Þangað til að þessir tveit hlutir breytast, þá ætti RVK að sýna sóma sinn í að styðja við barnafjölskyldur. Það er betra fyrir fjölskyldur að geta haldið út í lífið á sínum forsendum, þegar þau eru tilbúin. Hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt barna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation