Að nýrri nýtni Reykjavíkurflugvallar

Að nýrri nýtni Reykjavíkurflugvallar

Að nýrri nýtni Reykjavíkurflugvallar

Points

Í Berlín hefur yfirgefnum flugvelli verið breytt í almenningsgarð. Garðurinn heitir Tempelhofer og er í hjarta þýsku höfuðborgarinnar. Garðurinn er kærkomið víðfermi fyrir borgarbúa, sem nýta hann til hlaupa, hjólreiða, tónleikahalds, hátíðarhalda og síðast en ekki síst garðyrkju. Í heimsókn minni þangað á dögunum rann upp fyrir mér að framtíðin felst í slíkum hugmyndum og Reykjavíkurflugvöllur gæti sómað sér vel sem almennings og/eða- samfélags-garður líkt og Tempelhofer.

Þetta er nú alger vitleysa að fara að breyta Reykjavíkurflugvelli í einhvern almenningsgarð eða eitthvað. Hvað á þá að verða um Reykjavíkurflugvöll? Hvar ætti hann þá að vera? Flugvöllurinn er að mínu mati nýttur til hins ýtrasta og því er engin ástæða til að breyta honum í einhvern almenningsgarð. Það þyrfti þá að rífa niður flugvallarbygginguna, öll flugskýli, flugvöllinn sjálfan, það þyrfti að byggja nýjan flugvöll, nýja flugstöð og ný flugskýli,

það þyrfti að koma öllum flugvélum á nýjan flugvöll og það þyrfti að koma öllum töskubílunum, bensínbílunum og hleðslubílunum yfir á nýja flugvöllinn. Allt þetta saman kostar mikla peninga. Mikla peninga! Það er bara ekki heil brú í þessu. Þetta er bara gjörsamlega út í hött. Af hverju ekki að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er í Vatnsmýrinni?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information