Búðavagninn - Búðastrætó

Búðavagninn - Búðastrætó

Hvað viltu láta gera? Núverandi borgarstjórn leggur mikla áherslu á að fólk noti almenningssamgöngur, sem er virðingarvert en á því eru augljósar gloppur. Hér kemur tillaga um úrbætur. Ég bý í á Högunum í Vesturbænum í Reykjavík. Mig langar að vekja athygli á skorti á strætósamgöngum, hér í hverfinu, sem gætu gert gæfumuninn þegar kemur að því að draga úr einkabílanotkun. Fyrir einhverja slysni lentu allar stærri matvöruverslanir í hnapp útá Granda - þar var ódýrt að byggja stórar skemmur f. matvörumarkaði. Svo er fjölsótt í verslanir á Eiðistorgi, sem og í matvöruverslun og bakarí á Hofsvallagötu. Samanlagt er fjöldi íbúa í póstnúmerum sem ætla mætti að sæktu þjónustu í þessa verslunarkjarna tæplega þrjátíu þúsund (póstnúmer 107, 101 og 170), miðað við nýjustu tölur Hagstofu Íslands frá janúar 2020. Hér vantar algerlega strætó - sem æki einhverskonar búðarúnt f. Vesturbæinga: Ferðin þyrfti að liggja um Granda, Eiðistorg eftir Nesvegi og Ægissíðu og um að Hofsvallagötu og Hringbraut. Vagninn þyrfti etv. að fara eitthvað inn í í hverfin líka. En það má útfæra betur. Mætti kalla þá Búðavagninn/ búðastrætó Stoppistöðvar þyrfti svo að setja við eða í námunda við þessar verslanir, annars er þetta dauðadæmt, því fólk hvorki getur eða nennir að vera að burðast langar leiðir með þunga innkaupapoka. Eins og sakir standa er engin strætóstoppistöð í námunda við matvöruverslanirnar á Granda. Þar eru hins vegar flennistór bílastæði. Semja þyrfti við verslanir að gera það mögulegt að skilja búðarkörfur eftir í námunda við stoppistöð sé þess einhver kostur - einkum á Granda og Eiðistorgi. Hér er um þjóðþrifamál að ræða. Í blokkinni minni eru sem dæmi, 30 íbúðir og við þurfum öll að versla í matinn og langflestir fara á einkabílum í matarinnkaupin, það er fjöldi ferða á viku. Okkur ber öllum skylda til að leggja okkar af mörkum til að draga úr mengun. Það er tilvalið að byrja hér með því að hvetja hverfisbúa til að taka búðastrætó. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún er í vinnslu eða ferli annars staðar í borgarkerfinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Strætó. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information