Hvað viltu láta gera? Koma upp danspalli með hita í gólfi og skjóli í kring og úti hátalara sem hægt er að tengjast við Hvers vegna viltu láta gera það? Dans er ekki með neina að stöðu í dag úti og er frábær forvörn og góð rækt , Það eru fjöldi af fólki á öllum aldri að stunda dans en það er engin að staða sem er öllum opin
Sannfærð um að tangó félagar myndu nýta sér aðstöðuna og margir fleiri danshópar.
Gott fyrir sál og líkama að dansa og aðstaða til þess að dansa úti er frábær viðbót við skemmtilega og heilsusamlega líkamsrækt.
Það er einstök upplifun að dansa úti á sumrin! Fjölmargir hefðu bæði gagn og gaman af því að fá slíkan danspall. Dansinn gleður og allir geta dansað
Stórkostleg hugmynd! Dansinn er allra meina bót fyrir líkama og sál og það að geta dansað úti eykur enn á ánægjuna og vellíðanina :-)
Stuðlar að gleði og hollri hreyfing og gerir um leið skemmtilega stemmningu 😀
Það bráðvantar aðstöðu fyrir allan þann stóra hóp fólks sem hefur áhuga að koma saman og njóta þess að dansa úti.
Virkilega skemmtileg hugmynd sem myndi nýtast vel! Dans er mjög góð hreyfing.
Dans er frábær hreyfing fyrir sál og líkama. Ég er sannfærð um að svona aðstaða muni hafa margvísleg jákvæð áhrif á fólk á öllum aldri. Það eru göngustígar, hjólreiðastígar, en það vantar klárlega aðstöðu fyrir dansáhugafólk.
Dansa! Það besta sem þú gerir fyrir líkamlega og anflega heilsu! Að komast í það úti væri frábært!
Dancing is one of the most fundamental ways of expressing yourself, communicating and bonding with others. It's joy, energy, passion, fun and just incredibly good for body and spirit. And like most other things in life it meant to be done outdoors, not in a stuffy room.
Frábær hugmynd, góð rækt fyrir sál og líkama og stuðlar að betri hreyfingu úti við. Ásamt gleði og frábærri vellíðan ekki veitir af þessa dagana :)
Það er mikil dans menning á Íslandi en ég veit að salsa samfélagið þá sérstaklega myndi fagna gríðarlega danspalli utandyra! :)
Dans er það besta sem hægt er að gera fyrir andlega og líkamlega heilsu. Dansa úti er ennþá betra.
Væri frábært að fá dans aðstöðu úti, vantar alveg 😁
Virkur fjöldi fólks á öllum aldri sem dansar virka daga minst einu sinni í viku skiptir hundruðum. Og mun sá fjöldi vaxa ef slík aðstaða verður til staðar.
Fint að hafa stað til að dansa, borgin hefur sett upp hjólabrettapalla, svo þetta á alveg eins rétt a ser
Dans er sérlega skemmtilegur, góður fyrir líkama og heilaheilsu. Allir geta tekið þátt. Fólk kemur frekar og prufar ef það sér aðra vera að dansa, verður því aðgengilegra ef aðstaðan er undir berum himni.
Ekki spurning, dans er nærandi fyrir líkama og sál.
Samtökin "Komið og dansið" eru staðsett í Drafnarfelli 2 og því tilvalið að efla dansinn og væri hugslanlega hægt að nýta samtökin til að taka þátt í þessu. Komið og dansið eru með breiða dansflóru s.s. Swing, sænskt bugg, línudans, gömlu dansana og fl.
Uppbyggilegt og gaman
Danspallur er mjög mikilvægur fyrir menningarlíf borgarinnar. Dansinn hefur sýnt sig að hann eykur lífgæði og lífsgleði. Dansinn er góð hreyfing. Eykur liðleika, þrek, þol og gleði. Hann bústar upp jákvæðum hormónum í líkamanum og lætur okkur líða betur. Dansinn er notaður t.d. til lækninga víða, bæði hvað hreyfingu líkamans varðar sem og andlega heilsu. Tel þetta mjög mikilvægt og veit að pallurinn verður notaður mikið.
Aðstöðuna vantar og hún lífgar upp á borgarlífið.
Dans er frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa og hefur einnig góð áhrif á andlega líðan! Frábær tillaga sem vonandi verður að veruleika :)
Danspallur af þessu tagi mundi bæta aðstöðu þeirra sem vilja dansa sér til ánægju og heilsubótar. Mundi líka gera dans sýnilegan í borginni og hvetja þá sem ekki dansa að staðaldri til að byrja að fóta sig á dansgólfi.
Það vantar sárlega aðstöðu utandyra fyrir dans í Reykjavík. Get ekki ýmindað mér meiri búbót!
Nauðsynleg viðbót við menningarflóruna
Stuðlar að heilbrigði hreyfingu og lýðheilsu
Góð hugmynd til að tengja saman fólk á öllum aldri.
Dans er góð hreyfing, bæði fyrir líkama og sál að geta dansað úti er stórkostlegt
Lýðheilsuverkefni, það er sannað að dans er besta líkamlega og og andlega þjálfunin sem þú getur stundað, því mikilvægt að auðvelda fólki að stunda hann.
Að dansa er frábær hreyfing og er sömuleiðis skemmtileg leið til að eyða góðum stundum með öðrum. Eins og staðan er í dag er hvergi almennileg aðstaða fyrir þetta utandyra, sem er synd þar sem sífellt fleiri sækja í dansinn og það að geta stundað þetta úti allan ársins hring væri velkomin tilbreyting. Þetta er því frábær hugmynd sem vonandi verður að veruleika!
Hreyfing er góð , og danshreyfing er betri 😁
Löngu tìmabært aď koma upp ùtiaðstöðu fyrir dansinn!
Gott fyrir líkama og sál að geta dansað úti.
Gott fyrir líkama og sál.
Dans er lýðheilsa 🙂
Dansinn bætir, hressir, kætir.
Góð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri
Heilsubætandi
Margir sem hafa gaman af því að dansa og allir sem hafa gott af því! Góð hreyfing sem er skemmtileg og aðgengileg eiginlega öllum!
Væri frábært að fá aðstöðu utandyra fyrir dansmenningu okkar. Mikill fjöldi fólks myndi nýta sér þetta þegar aðstæður leyfa.
Þegar fólk fer að geta hist aftur verður sérstaklega nauðsynlegt að hægt geti verið að eiga uppbyggilegt félagslíf, annað en bara djamm og djús, og þar er dansinn einna hollasta samveran, hreyfing, bros og samskipti sem hristir fólk verulega mikið saman. Því væri frábært að fá slíka dansaðstöðu einhvers staðar miðsvæðis, til dæmis í Hljómskálagarðinum (jafnvel alvöru hljómskála að evrópskri fyrirmynd) sem hægt væri að nota líka fyrir tónlistarhópa, sinfóníur og kóra, og annað hollt félagslíf.
Svo frábær hugmynd að fá aukið aðgengi að dansæfingastað og útiveru. Dans er eitt það allra besta sem hægt er gera fyrir líkamlega og andlega heilsu.
Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu að dansa
Frábær leið að stunda líkamsrækt í hóp, rækta bæði sál og likama!
Auðveldar fólki aðgengi af góðum stað til að dansa á, svo er hann sýnilegur öðrum sem getur leitt til þess að fleiri taka upp á því að láta drauminn rætast og fara dansa!
Dans frábær hreyfing og skemmtileg og því upplagt að hafa aðstöðu sem þessa og myndi nýtast í fleiri þætt. Geggjuð hugmynd
Dansinn bætir mannlífið og það er svo gaman að dansa úti
Dans er frábær hreyfing og gleði aukandi. Frábært að geta dansað úti
Til að efla lif í hverfinu á heilbrigðan og skoða hátt.
Áfram danspallur! Ég myndi allaveg nýta mér hann😁
Dansa saman undir berum himni! Gerist ekki betra - útivera + hreyfing + tónlist = gleði
Það vantar sárlega aðstöðu utandyra til að dansa i Reykjavík. Get ekki ýmindað mér meiri búbót!
Mjög skemmtilegt að dansa frábært að fá útiaðstöðu
Dansinn er lífsnauðsynlegur, viðheldur góðri hreyfigetu á öllum aldri, góð jafnvægis- og samhæfing í líkamanum ásamt risastóru dassi af gleði og kærleika.
Dans er ekki bara hreyfing. Heldur líka svo gott fyrir sálina. Styð þetta 100%
Snilldarhugmynd sem allir danshópar borgarinnar gætu sameinast um að nota – enda hefur félaglegur dans orðið mjög vinsæll á síðustu árum. Eflir bæði líkama og sál og er heilsubætandi á allan máta.
Gaman fyrir dansara og almenning sem e.t.v.dregst inn í dansinn😊
Dansinn veitir ómælda gleði og lífsorku. Að hafa góða aðstoðu til að dansa utandyra færir dansinn nær fólkinu í borginni.
Frábært að fá aðstöðu til að dansa utandyra undir berum himni.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og er ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Laugardals á mánudaginn næstkomandi þann 26. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/439145210721546/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Kæri hugmyndahöfundur Þín hugmynd var valin á uppstillingarfundi til þess að vera á kjörseðli hverfisins í kosningunni í Hverfið mitt næsta haust. Uppstilling kjörseðila fyrir kosningarnar fór fram á fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Nánari upplýsingar hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og niðurstaðan er að margar frábærar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. Til þess að auka líkurnar á því að þín hugmynd verði kosin til framkvæmda sumarið 2022 getur þú kynnt hugmyndina fyrir nágrönnum þínum og hvatt þau til þess að taka þátt í kosningunni í haust. Við sendum þér póst og minnum þig á þegar að því kemur. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Góð leið til að gera dansin sýnilegan og opin öllum
Stuðlum að aukinni lýðheilsu með því að sameinast um stað þar sem við getum komið saman til að dansa undir berum himni. Dans er frábær rækt fyrir líkama og sál.
mikil gróska er í dansmenningu á íslandi og margir eiga engan samastað til þess að hittast og dansa. væri æðislegt að hafa stað úti til að hittast og sameinast í dansi. Dans ætti að vera skylda i öllum skólum og er frábær fyrir líkama og sál
Gott fyrir líkama og sál að dansa. Útiaðstaða væri kærkomin.
Það væri algerlega frábært að fá góða aðstöðu fyrir stækkandi dansflóru íslands. 100% með þessu
Kæri hugmyndahöfundur, kosningu í verkefninu Hverfið mitt lauk þann 14.október sl. niðurstöður kosninga má sjá á www.hverfidmitt.is, Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022. Þín hugmynd hlaut ekki kosningu að þessu sinni. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation