Reykjavíkurborg starfi yfirlýst eftir Barnasáttmála SÞ
Ég legg til að Reykjavíkurborg lýsi því yfir að allt starf á hennar vegum er lýtur að börnum verði framkvæmt með hliðsjón af ákvæðum Barnasáttmálans. Hann hefur ekki lagagildi hér á landi en Ísland er bundið að þjóðarétti til að fara að ákvæðum hans og hefur lagasetning tekið mið af honum. Sáttmálann þarf að kynna betur börnum þjóðfélagsins, ekki síður af menntastofnunum en af Umboðsmanni barna. Hann mætti gjarnan setja inn í námsskrár grunnskóla og fella inn í kennslu. Allir ættu að þekkja BSSÞ
Nú starfa ég með börnum og það eru heilu vikurnar ánafnaðar Barnasáttmálanum.
http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4560/7844_read-27882/7901_view-5008/ Fullgilding hans felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði samningsins. Lög og reglur sem gilda hér á landi ættu því að vera í samræmi við Barnasáttmálann. Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Öllum þeim sem koma að málefnum barna ber að gera það sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja samningnum. Hér er átt við stjórnvöld, foreldra, skóla og alla aðra sem vinna með börnum.
Komið þið sæl, það er einmitt þetta síðasta sem þú nefnir Þórgnýr sem skortir verulega á að því er virðist. Samningurinn virðist ekki kynntur fyrir öllum börnum grunnskóla. Ég legg því til í hugmynd minni að hann verði settur inn í kennsluskrá/námsskrá sem fast kennsluefni fyrir börn á öllum aldri grunnskólans. Ég fann ekki umfjöllun um Barnasáttmálann þegar ég skoðaði Reykjavíkurvefinn, en hún var víst þarna, takk fyrir að benda á hana.
Skal ekki staðhæfa hvort það sé algilt.. en alltént er þetta gert í frístundageiranum sem er nú undir sama hatti og menntageirinn.
Starfað er eftir BSSÞ núþegar. Þetta er óþarft hér inni.
Einnig http://www.barn.is/barn/modules/100/print.aspx?id=170077&ownertype=1&ownerid=34530&position=3 Samkvæmt samningnum ber aðildarríkjunum að kynna efni hans með virkum hætti jafnt fyrir börnum sem fullorðnum. Er það mikilvæg forsenda þess að borgararnir geti veitt stjórnvöldum virkt aðhald í þessu efni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation