Ókeypis grænar endurvinnslutunnur í öll hús í Reykjavík

Ókeypis grænar endurvinnslutunnur í öll hús í Reykjavík

Ókeypis grænar endurvinnslutunnur í öll hús í Reykjavík

Points

Það er í raun fáránlegt að það skuli vera nauðsynlegt að borga peninga til að endurvinna. Vissulega er 1000 kr á mánuði ekki mikill peningur, en það er eflaust nóg til að fá fátækan námsmann eða hvern sem er til að velta því vandlega fyrir sér. Hvatinn til að endurvinna þyrfti að vera þeim mun meiri. Svo er endurvinnsla verðmæta- og atvinnuskapandi svo vonandi yrði þetta arbært. Hins vegar þyrfti að kenna Íslendingum að endurvinna, en það er allt önnur saga.

Sumir hafa bent á að með því að fá sér græna endurvinnslutunnu, þarftu að tæma sjaldnar þá svörtu og með því spararðu þér pening í sorphirðugjald. Ég tel hins vegar að flestir muni ekki hætta með svartar ruslatunnur, þar sem margir eru bara með eitt stk og geta ekki verið án hennar. Þeir bæta þeirri grænu því við, og eru þ.a.l. í raun ekki að spara sér neinn pening. Stykkishólmur hefur gert þetta, hægt að skoða fréttasafnið í hlekkinum að neðan.

Það kostar ekki nema 7.400 á ári að vera með endurvinnslu tunnu og í raun er tunnan ókeypis, þú ert að borga fyrir losunina. ;o) http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3822/6631_view-3057/

þetta er reyndar ekki græn endurvinnslutunna, heldur blá og það er talsverður munur þar á. Í grænni tunnu er hægt að endurvinna plast og málm ásamt öllu pappa og blöðum. Svo er einnig hægt að panta brúna (lífrænt) og gráa (óendurvinnanlegt) tunnu. Græn tunna kostar 950 kr á mánuði. http://www.gamur.is/index.php?option=content&task=view&id=95&Itemid=123

þetta hefur verið gert! http://www.gamur.is/index.php?option=com_n-frettir&do=view&id=115&Itemid=142

Stórt skref í endurvinnslu

einn stór galli við þær endurvinnslutunnur sem nú er boðið upp á hjá einkaðilum fyrir 1000kr á mánuði er sú að þær eru aðeins tæmdar á 30 daga fresti sem er alltof sjaldan. Ef maður vill fleiri tæmingar t.d. á 14 daga fresti kostar hún 2000kr á mánuði. Hef verið með svona tunnu og hún fylltist um leið þar sem um 80% af heimilissorpinu er endurvinnanlegt og má fara í þessa tunnu. Ein tæming í mánuði dugar engan vegin.

græna tunnan í Reykjavík er ekkert meiri endurvinnslu neitt... hún er bara tæmd sjaldnar

Já það er rétt. Ég sendi þeim póst til að spyrja um þetta og fékk þetta svar. Bara það að nefna hana "græna" fór alveg með mig og tengdi það ósjálfrátt við grænu tunnu Gámafélagsins.

Sammála.

Það ætti að vera moltutunna fyrir mat við öll heimili. Þetta hefur minnkað ruslið okkar ótrúlega mikið. Tunnan er einangruð og það er líf og hiti í henni allt árið. (búum í Noregi). Svo tæmum við sjálf, afraksturinn er frábær áburður sem fer beint út í beðin. Það er allt til í Bauhaus, en ekki svona tunna. (búin að tékka fyrir ykkur) Kannski hægt að setja í gang íslenska framleiðslu til þess arna? Það er fullt af upplýsingum um þetta á netinu, t.d. hérna: http://www.davidsuzuki.org/what-you-can-do/food-and-our-planet/start-composting-your-food-scraps/

Fólk hefur val en það ætti að hvetja það. Einn hvatinn er að það er í raun ódýrara að skipta venjulegum ruslatunnum út fyrir endurvinnslutunnur. Það, auk siðferðislegrar skyldu hvers manns ætti að duga. Enn fremur, ef endurvinnslutunnum yrði þvingað upp á fólk þá myndu þær bara vera notaðar sem venjulegar tunnur og gera þannig meiri skaða heldur en hitt. Það eru svo margir sem bara skilja ekki hugmyndina um endurvinnslu.. furðulegt.

Það er mikill miskilningur að hægt sé að fá svona hluti ókeypis. Maður með fimm háskólagráður ætti að sjá það.

Það er fjárhagslega hagkvæmt fyrir borgina ef borgarbúar flokka sorp og það hefur verið sýnt fram á það í ýmsum sveitarfélögum úti á landi. Það er hægt að selja endurunnið sorp og kostnaður við urðun minnkar. Endurvinnslutunnur ættu þess vegna að vera af því grunngjaldi sem borgarbúar greiða fyrir sorphirðu en ekki ætti að þurfa að greiða fyrir þær aukalega.

Reyndar sé ég þarna að Rvk er líka að bjóða uppá græna tunnu og að endurvinnslutunnur eru almennt ódýrari en svartar. En ég held að fólk myndi bæta þeirri grænu við þá svörtu, í stað þess að taka hana úr, og þá leggst aukakostnaður á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information