Klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði
Fyrirmyndin er sótt til Malmö í Svíþjóð þar sem vinsælt útivistarsvæði með "klifursveppum" og hjólabrettabrautum er hluti stærra frístundaverkefnis í svonefndum Stapelbäddsparken. Svæðið er opið allan ársins hring og myndi nýtast hér hvenær sem ekki er snjór á jörðu. Eins mætti hugsa sér að hluti garðsins yrði yfirbyggður e.t.v. með braggalagi! Leitarorð þar sem sjá má myndir: klättring, stapelbaddsparken, skateboard
Orðalagsbreyting til að skýra hugmynd.
svæðið sem ég sé þetta fyrir mér er þar sem Shell tankarnir stóðu og bryggjan lá út í sjó við endann á Skeljanesi þar sem endastöð leiðar 12 er í Skerjafirði.
Takk fyrir þessa betrumbót verkefnisstjóri. kv, Jón Gauti
Málfarsvilla tvítekning
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation