Það væri til dæmis hægt að opna Vesturhlíð, gera brú yfir Fossvoginn eða jafnvel að leggja nýjan veg meðfram Fossvoginum alla leið að Kringlumýrarbraut til að greiða fyrir umferð. Í dag er Flugvallarvegur tepptur í allt að tvo tíma vegna þess að hann þolir ekki alla umferðina sem kemur frá HR, en ef það væri annar möguleiki myndi það létta verulega á álagi vegarins. Þetta var þó vitað áður en skólinn var byggður Ég vitna í grein eftir Björn Bjarnason sem birtist í Morgunblaðinu 11. maí 2005:
„Svæðið milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar er afkimi, nema breyting þess í háskólasvæði kalli á veg yfir Öskjuhlíð eða með ströndinni fyrir neðan Fossvogskirkjugarð. Líklegt er, að fimm til tíu þúsund mannavinnustaður í þessu horni muni krefjast fleiri aðkomuleiða en einnar. Til frambúðar verði því ekki unað, að aðeins verði unnt að aka að svæðinu úr einni átt, það er um Hlíðarenda frá Bústaðavegi.“
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation