Það er engum holt að hanga heima og bora í nefið. því finnst mér að bótaþegar ættu að vera skyldugir til að skila af sér einhverskonar sjálfboðavinnu í hverri viku (kannski 4 klst) til að halda sér við efnið og gefa einnig tilbaka góða hluti út í samfélagið. Gæti t.d. verið um ýmsa möguleika að velja, eins og að týna rusl, aðstoða á hjálparstofnunum, aðstoða upp í kattholti oflr oflr, ýmsar starfstöðvar gætu t.d.skráð sig sem tilkyppilegar í þetta (kattholt, samhjálp, borgin, hagsmunasamtök)
Ef að einstaklingur hefur verið lengur en mánuð á atvinnuleysisbótum þá þarf að setja hann í umhverfi sem hvetur hann að leita sér að vinnu. Koma honum út úr húsi, hreyfa sig og vera á meðal fólks getur hvatt fólk áfram. að láta fólk vinna fyrir "bótum" getur hljómað undarlega en er samt einstaklingum fyrir bestu. Það er vinna að finna sér vinnu og atvinnuleysisbætur meiga ekki verða sem oroflsbætur... fólk á að vinna við að finna sér vinnu
-fólk fær eitthvað að gera í stað þess að fá laun fyrir ekki neitt -minnkar líkur á langvarandi iðjuleysi eftir langan tíma frá vinnu. -auknar líkur á því að fólk sem nennir ekki að vinna fái sér vinnu (jafnvel minna atvinnuleysi ) -Samfélagið verður betra -einstakl. upplifa sig vera gefa e-h gott af sér (hjálpa öðrum, hreinsa umhverfið oflr.)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation