Hvað viltu láta gera? Bæta aðgengi að strandlengjunni frá Laugarnes- og Sundahverfi, t.d. með göngubrú(m). Hvers vegna viltu láta gera það? Nálægð við hafið er einn af kostum þess að búa á eyju og fólk sækist gjarnan að ströndinni til að rækta sál og líkama. Sæbraut og Kleppsvegur hindra aðgang að strandlengju borgarinngar frá hverfunum kringum Laugardalinn; Laugarnes- og Sundahverfum. Það er tafsamt og jafnvel lífshættulegt að fara í gegnum mörg lög af gönguljósum til að komast að ströndinni, meðan það ætti að liggja beint við og vera ljúfur hluti af daglegu lífi að nálgast hafið frá þessum hverfum í leit að orku og innblæstri.
Göngubrú gæti verið ein leið til að bæta aðgengið. Undirgöng gætu mögulega líka gengið, þó þau séu sjálfsagt skuggalegri kostur, en besta flæðið að strandlengjunni fengist auðvitað með því að setja Sæbrautina í stokk, þar sem miklir möguleikar myndu skapast fyrir útivistarsvæði á núverandi brautarstæði - en það er sjálfsagt umræða fyrir annan vettvang.
Ljósin yfir Sæbrautina/Kirkjusand eru allt allt of stutt og hef ég lennt í mjög óþæginlegum aðstæðum á þar við að reyna að koma tveim börnum á hjóli örugglega yfir götuna. Það þarf að gera einhverjar úrbætur þarna... í það minsta að lengja gönguljósin verulega.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation