Hvað viltu láta gera? Hringleið strætisvagna sem tengir Grafarvogshverfin saman. Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar að tengja hverfunum í það sem kallað er Grafarvogi betur saman. Það er t.d. engin leið sem tengir Hamrahverfið við Spöngina þar sem er miðstöð verlsunar- og þjónustu. Fyrir utan Miðgarð og Gufunesbæ eru öll hin hverfin tengd saman með einhverjum hætti. Með hringleið sem færi frá Spönginni að Gufunesbæ/Miðgarði og þaðan inn í Hamrahverfi og aftur yfir í Foldahverfi, fram hjá Sundlaugunni og síðan að Egilshöllinni og eftir Korpúlfsstaðavegi að Korpuskóla þaðan yrði snúið við og keyrt upp í Spöng.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Strætó Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation