Hvað viltu láta gera? Ég vil fá mislægt útivistar hringtorg við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar þar sem bílaumferð fer yfir og einsskonar útivistarsvæði fyrir gangandi og reiðhjól yrðu undir torginu. Svipað hringtorg er á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar nema hvað þar fer umferð Reykjanesbrautar undir hringtorgið. Þarna undir hringtorginu gæti skapast falleg tenging Elliðaárdals og Fossvogsdals og núverandi undirgöngum mætti breyta í þjónusturými, til dæmis fyrir reiðhjólaþjónustu, wc, kaffihús eða þess háttar. Hvers vegna viltu láta gera það? Gatnamót Reykjanesbrautar og Búsataðavegar eru ein af þeim hættulegustu í borginni og verða þar oft á tíðum alvarleg slys fyrir utan þær viðvarandi umferðartafir sem myndast þarna á álagstímum. Ég hef bæði orðið vitni að fjölmörgum slæmum slysum þarna og lent sjálfur í einu slíku. Aðstæðurnar þarna eru þannig að ökumenn sem aka suður Reykjanesbraut í átt að Breiðholti geta við vissar aðstæður blindast í sólinni og ekið móti rauðu ljósi sem einmitt gerðis hjá ökumanninum sem ók á mig á miklum hraða þegar ég kom af Bústaðavegi og ætlaði norður Reykjanesbrautina. Tillögur til úrbóta hafa verið felldar af öllum flokkum undanfarin ár enda hefur alltaf verið gert ráð fyrir raski Elliðaárdalsins. Með mislægu hrigtorgi þar sem núverandi vegstæði væri hækkað lítillega gæti með góðri útfærslu skapast betra flæði fyrir umferð sem myndi þá minnka umferðarteppur á álagstímum og einnig skapað aukið og gott útivistarrými sem eins og áður sagði tengdi saman á fallegan hátt þessar einstöku náttúruperlur sem bæði Elliðaár- og Fossvogsdalurinn eru. Með þessari útfærslu á gatnamótunum þarna væru því slegnar tvær eða fleiri flugur í einu höggi með miklum úrbótum fyrir akandi, gangandi og hjólandi umferð.
Léttir a umferð
Frekar taka T þarna, Bústaðarvegur fái göng undir Reykjanesbrautina og lítið hringtorg þar til að ákveða hvort maður er að fara upp bústaðarveg eða norður Reykjanesbrautina.
Flott
Ekki góð hugmynd. Ég er alfarið á móti þessu.
ekki góð hugmynd, mig hryllir við hringtorg og útivistarsvæði á sömu sléttunni
Flott lausn
Umferð Reykjanesbrautarinnar þyfti þá að fara undir hringtorgið.
Mér list illa á þetta. Bústaðarvegur þverar hverfið okkar, gerir börnunum erfiðara fyrir að stunda íþróttir og hafa samskipti sín á milli. Á Bústaðarvegi er gríðarlegt álag á annatíma og sé ekki að það verði ábætandi fyrir íbúa að auka enn á það. Beinið umferðinni þar sem hún á að vera og gerið fólki betur kleift að fara þar um með þessum mannvirkjum sem eiga heima þar en ekki í friðsælu útivistarsvæði.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Þetta er ekki gott. Það á að hætta þverun yfir Reykjanesbrautina, umferð af Bústaðarvegi ætti að fara óhindruð í suður á nýrri aðreyn, þeir sem ætla svo að fara í norðurátt taka hringtorgið við staldrið. Þeir sem ætla inn á Bústaðarveg að sunnan fara 700 metrum lengra norður og taka svo slaufuna við Elliðavog til að komast að Bústaðarvegi og ENGINN þarf að stoppa á rauðu ljósi - ekki heldur að stoppa á hringtorgi sem verður með mesta umferð allra hringtorga í Rvk.
Með T útfærslu eins og einhver bendir á erum við kominn langt inn í Elliðaárdalinn. Við viljum ekki fórna náttúruperlum fyrir akvegi. Þess vegna gæti svona mislægt hringtorg hjálpað okkur á þessum viðkvæma stað.
Tekur of mikið pláss og mun auka umferð um Bústaðaveg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation