Hvað viltu láta gera? Hugmyndin snýst um að einangra lítið svæði, nokkra veggi yfir hverfið, þar sem að löglega má krota á, að hvaða leiti sem aðili vill. Þetta myndi vera á opinberum svæðum, væntanlega með því einu að leigja veggji sem núþegar eru byggðir, sem að aðilar mundu þurfa að krota þar sem að aðrir sjá til. Þar með getur sá hluti aðila sem að stunda veggjakrot til þess að vinna á listrænum áhuga fundið löglega útrás til þess að efla þann áhuga. Að auki gæti þetta leytt til minni veggjakrots utan svæðisins, sem auðvitað hefur í sjálfu sér minnkaðan kostnað gagnvart hreinsun og almenn fegrun á sumum svæðum þar sem að veggjakrot á einkalóðum eru algeng. Hvers vegna viltu láta gera það? Grafittí, sem listrænt form, hefur ágæta sögu í Reykjavík, eins og má sjá almennt á Laugarvegi, þar sem nánast hver bygging hefur fallega mynd á sér, og það hefur bæði jákvæð menningar- og fjárhagsáhrif á Íslendinga. Hinsvegar, þá er ekki til staðar svæði til þess að efla fleiri listamenn sem vilja ganga þennan veg, og þessi aðferð er eitthvað sem að lönd eins og Finland gera til jákvæðra viðhorfa. Bara að hafa svona almenn svæði gæti leytt til, til dæmis, atburði eða hittinga fyrir almenning um graffití, eða keppnir eða hvaðeina, sem ætti nánast bara að hafa jákvæð áhrif á okkar hverfi, sem og borg almennt.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation