Hvað viltu láta gera? Er með góðar rólur á Holtsgötu 14, sem ég vil gjarnan að fái nýtt líf á opna svæðinu sem er fyrir aftan Brekkustíg, Framnesvegar, Öldugötu og Holtsgötu. Þetta svæði býður uppá ýmsa möguleika til að vera hverfis reitur. Mörg húsanna hafa þegar verið opnuð inní garðinn og hyggst ég einnig gera það með hlýnandi veðri. Reykjavíkurborg mun eiga umrætt svæði og því spyr ég hvort mögulegt sé að starfsmenn frá borginni geti skoðað rólurnar með Það í huga að flytja þær yfir og festa þær skv. öryggisstöðlum. Sjálf hef ég hug á að leggja mitt af mörkum til að gera svæðið aðlaðandi. Hvers vegna viltu láta gera það? Sjá að ofan
Þetta svæði býður upp á mikla möguleika fyrir börn hverfisins til að leika sér saman og þessar rólur yrðu mjög góð viðbót!
Ekki mögulegt að kjósa Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Bent er á ábendingavefinn sem heppilegan farveg fyrir hugmyndina. https://reykjavik.is/abendingar/senda-inn-abendingu Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation