Hjólastígur við austasta hluta Sundlaugavegar

Hjólastígur við austasta hluta Sundlaugavegar

Hvað viltu láta gera? Breikka þarf stíg og bæta við hjóla-akrein frá Farfuglaheimilinu að gatnamótum Laugalækjar. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi göngustígur er gríðarlega fjölfarinn af gangandi vegfarendum, oft ferðafólki í hópum. Hjólreiðafólk þarf iðulega að hjóla útfyrir stíginn og útá grasið til að komast leiðar sinnar. Þetta er sérstaklega áberandi á sumrin þegar ferðamannahópum fjölgar og er grasið oftast eitt svað meðfram stígnum. Það yrði mikil bót í máli að hafa braut þarna meðfram göngustígnum sem er aðeins fyrir hjólandi umferð.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information