Hvað viltu láta gera? Bæta öryggi við gatnamót Ægissíðu / Hofsvallagötu / Faxaskjóls með því að gera hringtorg eða umferðaljós Hvers vegna viltu láta gera það? auka öryggi gangandi og hjólandi, sérstaklega barna.
Ástæðulaust
Tölfræðins sýnir að hringtorg eru hættuleg fyrir gangandi og hjólandi.
Alls ekki. Hæg umferð og ekki mikil á Ægisíðu ekki þörf .
Líkt og Astrid bendir á bæta hringtorg ekki öryggi gangandi og hjólandi nema þau séu með skýrum forgangi fyrir þau. Það mundi hins vegar bæta öryggið til muna að fjarlægja hægri beygjuna af Hofsvallagötunni, setja upp gönguþverun í plani við gagnstíga og mjókka syðri akreinina til þess að hægja á bílum. Þarna er reyndar nóg pláss fyrir hjólreiðastíga sem mundu þá þrengja vegina eilítið og hægja á umferð.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation