Leggja niður golfvelli á Korpúlfstöðum

Leggja niður golfvelli á Korpúlfstöðum

Hvað viltu láta gera? Leggja niður báða golfvellina á Korpúlfsstöðum og nota landið undir byggð. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er annar golfvöllur hinum megin við ána og enn annar uppí Grafarholti sem og fleiri út um allt höfuðborgarsvæðið. Það eru aðeins betur efnaðir borgarar sem geta nýtt sér golfvellina, þeir eru ekki fyrir alla! Það hefur verið horft til útlanda við þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur, sjálfsagt að gera það líka þegar kemur að golfvöllum. Það tíðkast hvergi (að því ég best veit) að golfvellir séu inní miðju borgarlandi. Þetta er þvílík sóun á góðu byggingarlandi og væri nær að byggja meira í Staðahverfi en að leggja niður Korpuskóla. Ef ekki má byggja þarna væri hægt að færa fótboltavöll Fjölnis sem er við sundlaugina og leyfa byggingu hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða við sundlaugina til að eldri borgarar eigi betra með að nýta sér það sem sundlaugin hefur uppá að bjóða. Meiri skynsemi í borgarskipulaginu takk fyrir.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information