Hvað viltu láta gera? Koma upp tennisvelli við fjölnissvæðið eða við Gufunesbæ Hvers vegna viltu láta gera það? Tennis er frábær alhliða íþrótt
Vel útbúinn tennisvöllur með neti yrði klárlega notaður. "Tennisvellirnir" við Egilshöll þarf strangt til tekið að leigja og engin net eru til staðar. Engin droppar þar við að spila tennis á góðviðrisdegi.
Fyrir höfum við tennisvöll við Egilshöll og tennisdeild Fjölnis. Völlurinn hefur ekki verið nýttur af neinum í meira en tíu ár, en er til staðar og ef einhver vill spila tennis þá er hann þarna. Áður höfðum við tvo tennisvelli upp við Dalhús en þeir voru lagðir niður af sömu ástæðu, engin nýtti þá. Allir tennisiðkendur Fjölnis keyra frekar upp í Kópavog á innandyra æfingar.
Mjög góð hugmynd. Það eru vissulega tennisvellir við Egilshöll en þeir eru í eigu Regins en ekki Reykjavíkurborgar og þar þarf að borga til að geta spilað. Ekkert net er á þeim völlum heldur (Reginn heldur þeim væntanlega svo fólk geti ekki spilað frítt) þannig að ég tel það ekki góð rök á móti að benda á þá velli.
Það vantar aðstöðu til að spila tennis
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar þar sem nýlega voru teknir í notkun tennisvellir í Egilshöllini. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation