Hvað viltu láta gera? Skipta um körfur Hvers vegna viltu láta gera það? Undirlagið hefur verið gert 100% þó vissulega vanti að teikna útlínurnar og teiginn á völlinn. En... þessar körfur eru þannig að enginn hefur gaman af því að spila körfubolta á þær. Spjöldin og netin eru úr járni sem er afar óvenjulegt þó stundum tíðkist vissulega að það sé járnanet. Það er ekki til neins að bæta aðstöðu sem þessa fyrir miljónir króna og ætla sér svo að spara hundraðþúsundkall með einhverri "iðnaðarútgáfu" af körfum. Það er ekki nema von að enginn nennir að spila körfubolta þarna. Sýnum smá metnað.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation