Hvað viltu láta gera? Setja hoppudýnu/ærslabelg við Sæmundarskóla/Reynisvatn. Hvers vegna viltu láta gera það? Hver elskar ekki að hoppa?
Auðvitað. Snilldar belgir.
Alltaf vinsælt hjá börnum og minnkar þörfina að vera með trampólín líka í heimahúsi ;)
Klárlega snildar belgir og afar vinsælt hjá börnum.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í Grafarholti og Úlfarsárdal. Vegna slysahættu hefur uppsetning ærslabelgja í Reykjavík ekki verið talin æskileg nema á þeim svæðum sem er daglegt eftirlit eða viðvera starfsfólks, eins og t.d. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eða í Gufunesi. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að með því að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd gefur þú henni tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation