Hvað viltu láta gera? Gera öruggari gönguleið yfir Sæbrautina Hvers vegna viltu láta gera það? Auka öryggi gangandi og hjólandi sem fara þurfa þessa leið
Ljósin yfir Sæbrautina/Kirkjusand eru allt allt of stutt og hef ég lennt í mjög óþæginlegum aðstæðum á þar við að reyna að koma tveim börnum á hjóli örugglega yfir götuna. Það þarf að gera einhverjar úrbætur þarna... í það minsta að lengja gönguljósin verulega.
Ég á daglega leið um þessi gatnamót. Ég treysti ekki börnum og unglingum og hvað þá heldur ferðamönnum til að nota gönguljósin.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation