Korpúlfsstaðir Lista- og Menningar-miðstöð Grafarvogs

Korpúlfsstaðir Lista- og Menningar-miðstöð Grafarvogs

Hvað viltu láta gera? Ég vil gera Korpúlfsstaði að stórri lista og menningarmiðstöð þar sem öll listform fái að njóta sín. Myndlist og hönnun, tónlist, leiklist. Tónleika og leikhús salur ofl. Hvers vegna viltu láta gera það? Á Korpúlfsstöðum starfa yfir 40 listamenn og hönnuðir á vinnustofum sínum, Textílfélagið og Leirlistafélagið eru með verkstæði ásamt því að þar er einnig rekið Gallerí. Árið 1989 ákvaðu borgaryfirvöld að Korpúlfsstaðir yrðu listamiðstöð og að það yrði næsta stórverkefni borgarinnar á eftir Viðeyjarstofu og Borgarleikhúsinu. Nú hafa liðið 30 ár og nú er tími til kominn að borgin standi við stóru orðin og byggi upp aðstöðu fyrir enn stærra menningarlíf í Grafarvoginum. Menningarstarf á ekki eingöngu að vera staðsett í 101 Rvk . Hugmyndir borgarinnar voru m.a.: „Á Korpúlfsstöðum er ætlunin að komið verði fyrir listasafni Errós, listasafni Reykjavíkur, bókasafni á listasviði, tónlistar-, leiklistar- og ráðstefnusal, vinnustofum fyrir listgreinar, rými fyrir veitingarekstur, safni um sögu Korpúlfsstaða og Thors Jensen o.fl.“ Ég vil gera Korpúlfsstaði að stórri lista og menningarmiðstöð þar sem öll listform fái að njóta sín. Golfklúbbur Reykjavíkur sem hefur nýtt Korpúlfsstaðarlandið undir golfvöll er eitt velstæðasta íþróttafélag landsins og gæti auðveldlega byggt sér fallegt klúbbhús og nauðsynlegar geymslur á jörðinni við Vesturlandsveginn. Og Lista og menningar miðstöðin á Korpúlfsstöðum getur lagt undir sig allt húsnæðið eins og henni ber.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information