Hvað viltu láta gera? Einfalt er að taka gjaldskyldu bílaleigubíla upp alls staðar innan Snorrabrautar og Hringbrautar allan sólarhringinn. Slíkt myndi líklega leiða til þess að ferðamenn notuðu umhverfisvænni ferðamáta til borgarinnar og seinkuðu töku bílaleigubíla þar til þeir færu úr bænum. Samhliða slíku þyrfti að bjóða upp á endurgjaldslaus íbúakort og ódýr atvinnu og þjónustukort. Hvers vegna viltu láta gera það? Hér á landi eru bílaleigubílar um 20-30 þúsund talsins. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna er Reykjavík fyrsti áfangastaður yfir 80% þeirra og yfir 95% koma til Reykjavíkur. Um 37% erlendra ferðamanna fer frá Keflavíkurflugvelli á bílaleigubíl sem langflestir aka í miðborg Reykjavíkur og leggja þar í stæði, gjarnan gjaldfrjáls. Íbúar í miðborginni upplifa þetta og í Þingholtunum eru bílastæði þannig orðin vandfundin fyrir íbúa vegna bílaleigubíla. Er ástæða til að bjóða erlendum ferðamönnum upp á slíka gjalfrjálsa þjónustu á bílastæðum í miðbænum. Þessi umferðamáti gerir þunga umferð en þyngri og er umhverfisfjandsamlegur.
Ég bý í miðbænum og er bíllaus mest allan ársins hring en nýti mér bílaleigubíl yfir snjóþyngstu mánuðina. Þetta væri því gríðarlega ósanngjarnt þar sem ég nýti bílastæði aðeins hluta úr ári og ég hef ekki rétt á að fá íbúakort á bílaleigubíl.
Hugmynd sem kæmi hart niður á okkur bíllausu miðbæjarrottunum sem stundum þurfum/viljum leigja bíl. Ég hef t.d. leigt bíl yfir tvenn síðustu jól (hefði t.d. ekki getað farið meö mömmu í kirkugarðinn á aðfangadag bíllaus) og finnst annsi hart ef setja ætti sektargjald á slíka bílaleigu mína á sama tíma og íbúar miðbæjarins sem eiga bíl fá náast úthlutað einkabílastæði gegnum íbúakortin.
Fjölgun gistiheimila löglegra og ólöglegra hefur verið á kostnað þeirra sem búa í miðbænum. Í stað þess að áður hafi verið einn eða tveir bílar á íbúð eru nú einn bíll á herbergi. Fyrir vikið hefur bílum fjölgað í miðbænum í andstöðu við stefnu borgarinnar um að draga úr umferð í miðbænum. Íbúar eyða nú mun meiri tíma í bílum sínum í leit að bílastæðum sem eykur á útblástursmengun. Íbúar hafa látið nóg eftir af sínum gæðum þannig að komið er að öðrum að bæta þeim óþægindin.
Allir íbúar miðbæjarins ættu að eiga rétt á ibuakorti ef ekki eru stæði á lóð eða í bílageymslu, því miður er það ekki raunin
Lengja frekar gjaldskyldutímann fram á kvöld og hafa gjaldskyldu á sunnudögum. Það myndi leiða til sömu niðurstöðu. Það er erfitt fyrir alla að fá stæði á kvöldin og á sunnudögum í miðbænum. Með þessu yrði hvatt til virkra samgangna ásamt því að íbúar og aðrir sem þurfa að vera á bíl fái stæði.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation