Vegglistaverk á tankana út á Granda

Vegglistaverk á tankana út á Granda

Hvað viltu láta gera? Fá vegglistamenn til að gera verk á olíutankana út á Granda/Örfisey Hvers vegna viltu láta gera það? Myndi bæta við flóru lista við Grandann, og gera staðinn mun skemmtilegri. Meiri ástæður fyrir listunnendur til að koma á Grandann.

Points

Gæti orðið algjörlega einstakt og myndi passa sérlega vel við þá stemmningu sem hefur verið að myndast úti á Granda. Áfram gakk!

Snilldar hugmynd til að gera þetta kalda svæði líflegra og skemmtilegra. Það er aldrei nóg af list!

Frábær hugmynd

Flott hugmynd ađ lífga uppá tankana. Væri heldur ekki verra ađ listamennirnir fái greitt fyrir vinnuna.

Styð þetta heilshugar - lífgar uppá einslitt manngert umhverfi!

Frábær hugmynd! Tankarnir verða ákveðið aðdráttarafl fyrir svæðið, bæði fyrir innlenda og erlenda gesti. Virkir granda út í endan. Rúsínan í... svo maður tali ekki um ferðamenn sem koma með skipum. Þá er þetta frábær yfirlýsing (statement) og spennandi aðkoma fyrir borg sem metur listir og menningu

Gerum Grandan að enn meira aðdráttarafli, þar sem fer saman list, þjónusta og iðnaður

Mjög góð hugmynd sem myndi lífga upp á þetta svæði á Grandanum!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information