Hvað viltu láta gera? Setja gúmmíefni (tartan) á gönguleiðir í Vesturbæjarlaug Hvers vegna viltu láta gera það? Það er fjarlægð frá búningsklefum í heita potta. Steypan er gróf og getur verið hál við ákveðnar aðstæður. Þetta gerir sundferðina þægilegri og öruggari.
Styð þessa hugmynd eindregið. Allt sem hann/hún segir!
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Ég tel það vera tímabært að færa vesturbæjarlaug í nútímann með mjúkum gönguleiðum. Bæði eykur það upplifun, þægindi og öryggi sundunenda og sundíþróttamanna.
Snilldarhugmynd. Þetta myndi fjölga mínum ferðum í laugina!!
Ekki spurning, minnkar slysahættu!
Frábær hugmynd ;)
Frábær hugmynd, minnkar slysahættu sem er töluverð núna í frosti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation