Hvað viltu láta gera? Ljósheimaróló verði stækkaður niður að Ljósheimum. Byggðin er þétt í kring og fjöldi fólks sem sækir rólóinn allt árið um kring. Þar verði komið fyrir leiktækjum og æfingartækjum fyrir unga sem aldna fyrir fjölbreyttan leik og afþreyingu. Innan girðingar verði t.d. leiktæki f. 6+ sem sett var upp utan girðingar 2013 og viðfangsefnum fjölgað enn frekar. Þannig hafi ungt fólk á öllum aldri eitthvað við að vera á sameiginlegu leiksvæði. Unglingar biðja um aðstöðu til klifurs, eða þrautabraut svipað og hjá skátum. Eitthvað verði einnig fyrir fullorðna svo sem rimlar t.a. teygja og styrkja eða annað slíkt. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auka útivist og fjölga samverustundum íbúa á öllum aldri og gesta á þessu bjarta svæði, allan ársins hring. Það er einnig mikivægt að það nýtist betur fyrir börn eldri en 5-6 ára, en leiktækin sem þarna eru nú, henta einvörðungu fyrir allra yngstu kynslóðina. Með meiru við að vera fyrir þau eldri mun svæðið geta glatt fleiri en þau allra yngstu og nýting aukast.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation