Hvað viltu láta gera? Taka niður Stíflustefnustikurnar, sem eru á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar. Hvers vegna viltu láta gera það? Þær hindra að gerlegt sé að beygja til hægri af Hofsvallagötunni yfir á Hringbrautina, ef það er bíll á undan, sem ætlar að beygja til vinstri vestur. Hann þarf iðulega að bíða eftir umferð niður Hofsvallagötuna, og þá missa menn af ljósunum. Bílar af Víðimel komast ekki inn á Hofsvallagötuna, þar sem biðröðin er til staðar. Engir nýta sér hjólabrautina við hliðina á Stíflustefnustikunum, þar sem hún er svoooooo holótt, heldur hjóla á gangstéttinni í staðinn. Er tilbúinn að taka þær niður fyrir núll kall, og sú fjárhagsáætlun stenst gersamlega - fer ekki fram úr áætlun.
Sammála þessu
Þessar stangir gera það að verkum að maður hugar ekki að þeim sem þarna koma og eru innan stanganna og þegar maður begir til hægri er meiri hætta á að fara utan í hjólreiðafólk sem þarna telur sig í rétti. Það að þetta sé gert fyrir hjólandi vegfarendur eru bara ekki rök í máli, því það tekur ekkert við þeim þegar út á brautina er komið. Þannig er þetta bara umferðahamlandi stangir og þurfa að fara.Styð það því heilshugar og vil sjá Séra Pétur í beinni á Fésbók rífa þær niður sem fyrst !
Einnig myndast iðulega það stór pollur á hjólabraut hjá Víðimel þannig að hjólandi nýta ekki þennan hluta hljólabrautar. Frábær hugmynd.
Burt með þetta, ekki seinna en í gær! Þetta tefur alla umferð og hamlar eðlilegu flæði. Á veturna er þetta ekkert skafið eða saltað, svo þetta er ekkert notað.
Algjörlega sammála. Mesta vitleysa sem ég hef séð (f utan fuglahúsin) taka stikurnar greiða fyrir umferð til hæ og vinstri
Stórhættulegt fyrir hjólreiðamenn að bíða á ljósunum þarna á götunni, þ.a.l. þeir fara yfir á gangbrautinni og þess vegna eru þessir staurar einskis nýtir, tefja bara fyrir umferð.
Ég styð heils hugar þessa tillögu. Algerlega út í hött. Ég hugsa alltaf illa til borgarstjórnar þegar ég ek þarna. Skyldi það vera markmið með þessari aðgerð? Ég skil ekki svona kjánaskap, svo ég hef tilhneigingu til að halda það. En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og að aðgerðin verði afturkölluð.
Ég fór og eyddi dágóðum tíma í feðraorlofi á labbi við Hofsvallagötuna til að skoða hvers kyns væri í morgunumferðinni. Á daginn kom að það eru ekki stikurnar sem valda umferðartöfunum því það var sárasjaldan sem bílar voru að beygja til vinstri, og aðeins einu sinni sem tveir voru á þeirri leið svo það var ekki hægt að að aka framhjá. Alla jafna komust 9 til 11 bílar um ljósin norður eftir Hofsvallagötunni. Reglulega voru þeir þó mun færri. Ekki var þó staurum um að kenna heldur Facebook. ;-)
Það mætti þó gjarnan laga þennan hjólreiðastíg, hækka hann í plan við göngustíginn og hafa flatan svo hann sé ekki hálfur í rennunni. Þá mætti að ósekju fjarlægja staurana og fleiri mundu nota hjólastíginn. En það er ofsögum sagt að "enginn" noti hann nú.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation