Bæta aðgengi á mótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu

Bæta aðgengi á mótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu

Hvað viltu láta gera? Færa ruslatunnu og ljósastaur sem eru í veginum fyrir þeim sem eru að fara Hverfisgötuna og gera kantinn þægilegri fyrir gangandi, hjólandi, stólandi og fyrir fólk með kerrur og barnavagna. Kostur væri ef þarna væri líka lítil gangbraut. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er óþægilegt og í raun erfitt fyrir suma að fara þarna yfir þar sem þú þarft að sneiða fram hjá þremur föstum hlutum í gangveginum, hvað þá ef þú þarft að mæta fólki á leiðinni. Einnig koma bílar þarna sem eru að taka hægri beygju inn á Ingólfsstræti eða að fara beint yfir gatnamótin ansi nálægt manni áður en þau stoppa.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information