Almenningsgarður fyrir ofan fjölskyldugarðinn, 1. áfangi

Almenningsgarður fyrir ofan fjölskyldugarðinn, 1. áfangi

Hvað viltu láta gera? Fyrir ofan fjölskyldu og húsdýragarðinn eru risastór tún sem er ekki verið að nota af neinu ráði. Þar er einnig malarstæði sem er einstakleg líti á þessu svæði. Þetta svæði einfaldlega kallar á bætt og betra skipulag og miðað við þann fjölda fólks sem heimsækir Laugardalinn er ótrúlegt að svæðið standi enn þá autt. Í ljósi þess að þetta er stórt verkefni er ekki augljóst að þetta klárist allt í einum áfanga. Hins vegar tel ég að þetta verkefni gæti leitt til fyrstu skrefanna í átt að fallegri borg þar sem áherslan á græn svæði, útiveru, og fallega náttúru fær að njóta sín. Í fyrsta áfanga þessa verkefnis mætti byrja á að gróðursetja tré til að veita betra skjól fyrir vindi og veginum sem umlykur svæðið. Þar mætti einnig leggja göngustíga, jafnvel reisa styttu eða listaverk og setja upp vatnshana svo gestir garðsins gætu svalað þorsta sínum á leið sinni í gegnum hann. Í seinni áfanga mætti svo skoða það að búa til tjarnir á svæðinu til að stuðla að dýralífi og jafnvel setja upp grill aðstöðu svo fjölskyldur eða vinahópar geti átt huggulegar stundir í garðinum. Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið hefur lengi staðið autt, það er leiðinlegt að horfa upp á það þannig. Með því að búa til almenningsgarð er borgin að sýna í verki hversu mikli máli græn svæði skipta fyrir m.a. andlega heilsu íbúa hennar.

Points

Túnið á horni Engjavegar og Suðurlandsbrautar (hjá Hreyfingu) væri sérstaklega gott að fá sem almenningsgarð til þess að forða því frá því að vera úthlutað undir byggingasvæði. Girða af, planta trjám til að mynda skjól. Það er held ég plan hjá borginni að reisa byggingar norðan Suðurlandsbrautar sem er sorglegt fyrir almenning að missa grænu svæðin í Laugardalnum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar vegna þess að hún samræmist ekki skipulagi þessa svæðis. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að með því að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd gefur þú henni tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information