Hvað viltu láta gera? Gera göngu og hjólastíga í Elliðarárdal sambærilega og þeir eru í Fossvogsdal Hvers vegna viltu láta gera það? Alltof oft að maður er næstum hjólaður niður í Elliðarárdal en ekki í Fossvogsdal.
Innilega sammála. Það er óþolandi að geta ekki gengið þarna í friði án þess að það sé annað hvort svo til hjólað yfir mann/utan í mann eða öskrað "Hjól!" þó maður sé sannarlega göngu megin við línuna. Margir sem hjóla þarna eru líka á allt of miklum hraða, innan um gangandi fólk og börn.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation