Hvað viltu láta gera? Það þarf að setja upp biðskyldumerki fyrir hjólandi sem fara yfir Álfheimana á hjólastíg við Glæsibæ. Hjólandi vegfarendur gera sumir sér ekki grein fyrir því að þeir eru að fara yfir mjög fjölfarin gatnamót. Þarna skapast oft slysahætta þar sem hjólafólk hjólar yfir hraðahindrunina án þess að hægja á sér eða stoppa og hjóla í veg fyrir umferð bíla. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að koma í veg fyrir slys!
Á svona upphækkuðum gatnamótum væri kannski nær að láta gangandi og hjólandi hafa forgang, eins og er víða, sér í lagi þar sem stígurinn er hluti af einni mikilvægustu hjólaleiðinni á höfuðborgarsvæðinu (gulu lykilleiðinni).
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation