Strætó keyri ekki Barónsstíg og Hverfisgötu

Strætó keyri ekki Barónsstíg og Hverfisgötu

Hvað viltu láta gera? Strætó hætti að keyra Hverfisgötuna og Barónsstíg og keyri frekar Sæbrautina og Nýju Hringbrautina. Hvers vegna viltu láta gera það? Hverfisgatan hefur verið mikið þrengd undanfarin ár og oft má litlu muna að slys verði þegar strætó mætir bílum eða gangandi reyna að komast leiðar sinnar framhjá gangstéttum sem teknar hafa verið af þeim. Sama á við um Barónsstíg sem er fáránlegt tilhögun varðandi umferðaöryggi almennt.

Points

Mikilvægt að halda í almenningssamgöngur innan miðborgarinnar. Miðborgin innan Hverfisgötu, Snorrabrautar, gömlu hringbrautar og Lækjargötu er nú þegar eitt stærsta hverfi borgarinnar án strætó.

Þessi hugmynd er út í hött og er til þess fallin að hamla notkun almenningssamgangna. Þessar umræddu leiðir eru í jaðri byggðarinnar og til mikkilla óþæginda fyrir notendur Strætó, sem eiga t.d. leið í verslanir á Laugaveginum. Á þessum umræddu götum er umferðin hraðari og skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur sem eru að koma í og úr strætó.

Það er mikilvægt að strætó gangi þar sem fólkið vill fara. Við erum mörg sem fögnuðum þegar strætó fór að ganga Hverfisgötuna aftur, enda átti enginn leið út á Sæbraut. Þá hef ég ekki tekið eftur neinum vandræðum að mæta strætó frekar en öðrum bílum og strætó hefur verið mun líklegri en aðrir að stoppa fyrir mér þegar ég vil komast yfir.

Sammála varðani að strætó keyri ekki barónsstíg! Keyrir oft glannalega og alltof hratt, nokkrum sinnum hefur litlu munað að strætó hafi hreinlega keyrt á mig...

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Strætó Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information