Hvað viltu láta gera? Ég vil fá tengingu á milli hverfa með almenningssamgöngum. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég vil að það sé hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara og heimsækja fólk í Grafarholti. Samkvæmt strætó tekur klst að komast á milli. Þá á að fara niður í gerði frá Hraunbæ, yfir brúnna og bíða þar í 20-23 minútur í stað þess að fara niður í Ártún og fara þar undir vesturlandveg og bíða í 25-28min. Samkvæmt google maps tæki 1 klst að ganga upp í grafarholt. Sami tími með strætó og fótgangandi. Svo að komast í mjódd. Stysti tíminn væri að ganga yfir elliðaárdal frá rofabæ og upp í hólahverfi (20min gangur) og taka svo vagn þaðan niður í mjódd. Og svo Grafarvogur, fljótlegri leiðin er að rölta að Höfðabakka/Árbæjarsafn stoppinu (25min gangur) og svo leið 24 í grafarvog/egilshöll, 13 min í strætó. Eða þá taka leið 5 og svo skipta í leið 6 í Ártún. sú ferð tekur klst. því það er nærri 30 min bið í Ártúni. Almenningssamgöngur eiga að flýta fyrir fólki en ekki sjá til þess að fólk gangi langar leiðir. skipting í Ártúni er í lagi á leið úr hverfunum eða ef fólk vill taka rúnt upp í Ártún og svo strax aftur niður í bæ. Ekki á milli hverfa.
Strætósamgöngur í Norðlingaholti miðast við að allir séu að fara niður í miðbæ. Fyrir okkur sem þurfum að komas í Mjódd eða í Kópavog er eina leiðin að taka Selfossstrætó sem er ekki nema 8 mínútur úr Norðlingaholti í Mjódd en er bara með tvær ferðir á klukkutíma fresti á morgnanna og svo aftur síðdegis. Ef við tökum leið 5 þá þurfum við að fara niður á Ártúnsholt og skipta þar. Sú ferð tekur 45 mínútur. Ég nota því oftast einkabílinn og er 6-8 mínútur í vinnuna. Þarna þarf að bæta verulega úr.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Strætó Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation