Takmarka notkun ilmefna í sundlaugum og öðrum heilsustöðum.

Takmarka notkun ilmefna í sundlaugum og öðrum heilsustöðum.

Hvað viltu láta gera? Að ÍTR setji upp skilti og leiðbeiningar, álíka því sem þegar má finna í Grensáslaug, sem biður gesti að sýna tillitsemi og nota ilmefni hóflega innan sturtu- og skiptiklefa sundlauga. Hvers vegna viltu láta gera það? Sundmenning Íslendinga er mikil heilsubót fyrir landann, en því miður eru margir Íslendingar sem fara sjaldan eða aldrei í sund vegna ilmefna sem eru notuð í klefunum og í sturtunni. Hið sama má segja um aðrar heilsuræktarstöðvar. Ilmvötn, rakspírar og önnur ilmefni í snyrtivörum (td. sjampóum) geta kveikt á viðbrögðum hjá fólki með asthma, mígreni og MCS (fjölefnanæmi) og geta verið ofnæmisvaldandi. Að auki er talið að slíkar vörur séu stór þáttur í losun gróðurhúslofttegunda, sjá td https://futurism.com/chemicals-perfume-produce-air-pollution-cars. Ef almenningur yrði upplýstur um fjölefnanæmni, ofnæmi og óþol innan opinberra heilsuræktarstöðva, td. með upplýsingarskilti eða með öðrum hóflegum leiðum, væri víst að ilmefnanotkun myndi minnka töluvert og tillitsemi sýnd.

Points

Frábær hugmynd. Myndi bæta loftgæðin til muna fyrir okkur sem lifum við þá fötlun að verða veik af ilmefnum. Þetta samræmist þeirri stefnu að sundlaugar eigi að hafa aðgengi fyrir alla en eins og staðan er núna þá á fólk með okkar fötlun erfitt með að sækja sundstaði.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information