Eflum barnastarf og vinnum saman.

Eflum barnastarf og vinnum saman.

Hvað viltu láta gera? Ég myndi vilja hafa skipulagt og vandað barnastarf utan bæði trúarbragða og aldurstakmarka. Samkomur, fræðsla og tækifæri til þess að rækta vinskap og sjálfstraust. Einnig væri það gott tækifæri fyrir foreldra að kynnast og mynda vinabönd og eignast kunningja. Börnin fengu útrás, myndu jafnvel vinna létt verk til að bæta umhverfið okkar eins og ruslatínslu með fjölskyldunni, við gætum farið í leiki og skapað. Fjölskyldur gætu komið saman og við gætum stuðlað að heilbrigðari og betri samskiptum innan samfélagsins. Hvers vegna viltu láta gera það? Því að börnin okkar eru framtíðin. Þetta er staðurin okkar og þeirra og þau verða að fá tækifæri til þess að blómstra án þess að þurfa að passa inn í einhverja ramma. Eins finnst mér mörg börn einangrast mikið vegna tungumálaörðugleika og tel að svona félagskapur geti hjálpað.

Points

Frábær hugmynd!

Þetta er MJÖG nauðsynlegt og skemmtilegt verkefni ❤ ég og mitt barn munum leggja okkar af mörkum

Skátafélagið Skjöldungar í Vogahverji stofnaði Fjölskylduskátasveit fyrir börn 2012-2014 fá skátastarf MEÐ FORELDRUM eða ÖFUM og ÖMMUM. Svona mundi ég viljla sjá í Bakka- og Stekkjahverfi, en ég veit hin hverfin eru þegar farin að undirbúa slíkt, en þau hafa jú húsnæði þar, en ekkert slíkt er í Bakkahverfi og börnin fara ekki í lengri ferðir því verutíminn með skátunum og foreldrum er ekki það langur. Finnið hentug húsnæði því ég veit um foreldra og afa/ömmur sem vilja vera með í þessu.

Heilsueflandi og styrkir samfélagið

Frábær hugmynd!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt en verður send sem ábending á þjónustumiðstöð Breiðholts. Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information