Hvað viltu láta gera? lækka gjald fyrir starfsmenn sem vinna í miðbænum þegar þau eru að vinna. gætu fengið passa, kort, miða eða einhverskonar blað til að setja i gluggann a bílnum. væri hægt að sækja um þetta hjá rvk borg með einhverskonar vinnu áætlun til að sanna það að það sé verið að vinna i bænum. Hvers vegna viltu láta gera það? ég hef unnið i miðbænum i nokkur ár og þegar eg er loksins búin að finna fínt stæði (sem er annað vandamál og eg hef engar lausnir við bílastæðaskorti í miðbænum en það er jú stórt vandamál) þá þarf eg að greiða oft 1-2 klukkutíma af laununum minum þann daginn sem kemur oft illa út á launaseðlinum i lok mánaðar og þar sem eg er rett að skríða upp i tvítugt og að reyna mitt allra besta að safna mér fyrir háskóla i haust er mjög leiðinlegt að missa svona mikið bara i bílastæða kostnað. Takk fyrir :)
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation