Hvað viltu láta gera? Gera sparkvöll eða battavöll á svæðið milli Bauganess og Skildinganess Hvers vegna viltu láta gera það? Engin góð aðstaða er fyrir knattspyrnuiðkun í Skerjafirði sem nothæf er allt árið. Sparkvöllur við Hagaskóla er gott dæmi um sparkvöll sem myndi gerbylta möguleikum fólks til knattspyrnu í hverfinu.
Það vantar tilfinnanlega sparkvöll í Skerjafjörð.
Vantar afþreyingu fyrir eldri börnin í Skerjó, sparkvöllur kæmi þar sterkur inn
Í Skerjafirði búa margir frábærir fótboltastrákar sem þrá að fá sparkvöll í hverfið sitt.
Frábært! Sárvantar í Skerjafjörðinn.
Sparkvöll vantar í Skerjafjörð.
Engin fótbolta völlur nálægt
Það vantar nauðsynlega flottan sparkvöll í Skerjafirði!
Frábær hugmynd! Við fjölskyldan höfum óskað þess að fá svona völl í hverfið í mörg ár. Myndi skapa skemmtilega stemmningu fyrir allan aldurshóp og það er virkilega þörf á svona "miðju" í hverfið. :)
Höfum beðið eftir almennilegum sparkvelli í skerjó í mörg mörg ár!
Góð hugmynd
It would be great to have a proper place for kids (and adults) to practice different types of sports in all seasons. The "football pitch" between Bauganes & Skildinganes is in awful shape; hopefully we can have a ground surface that can be used all-year-round also by the children of the playschool. Let's hope this proposal will be supported!
Vantar virkilega sparkvöll í Skerjafjörðinn. Þar er nóg pláss og löngu kominn tími á nothæfan völl.
Löngu tímabært að fá fínan sparkvöll í hverfið
Það væri frábært að fá alvöru völl í hverfið með gervigrasi og girðingu í kring. Hann myndi örugglega nýtast vel í alls kyns leiki og utikennslu, fyrirutan fótbolta að sjálfsögðu.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Mér finnst þetta allt of nálægt íbúðarhúsnæðinu þarna. Auk þess er þetta svæði notað í mikið meira en fótbolta þarna eru krakkar í leikjum, fólk með hunda, krakkar að æfa frjálsar íþróttir, skotbolta, leikskólinn nýtir þetta mikið, fólk í sólbaði, kubb o.s.frv. Það eru mikil læti í svona velli og finnst hann heppilegri þar sem fótboltavöllurinn er við sjóinn eða fjær íbúahúsnæði. Þá eru nú þegar fjórir fótboltavellir á skerjafjarðarsvæðinu.
Sparkvöllur í Skerjó hefur verið draumur margra i mörg ár. Sumarhátíðin myndi fagna þar sem börn og fullorðnir leika sér saman
Frábær tillaga! Þetta svæði er nú nánast ekkert notað, enda í nánast ónothæfu ástandi. Svona sparkvöll er hægt að nýta í margt fleira en bara fótbolta, t.d. æfa frjálsar, fara í skotbolta og brennó. Ég er viss um að leikskólinn gæti einnig nýtt þennan völl vel til þess að fara í leiki með krökkunum án þess að eiga á hættu á að þau hlaupi út um víðan völl eða misstígi sig en eins og staðan er í dag er þessi grasvöllur stórhættulegur til íþróttaiðkunar eða leikja.
Það er löngu kominn tími á góðan fótboltavöll!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation